úff.... það er það eina sem hægt er að segja um þetta. Ég nenni ekki að gera andskotans skattaframtalið, nenni ekki, nenni ekki, nenni ekki....
Ég endaði með vitleysu í gær, stundum fær maður vondar hugmyndir, þá sérstaklega þegar bakkus er tekin við völdum í hausnum á manni. Hitti fólk og bullaði, bullaði svo svolítið meira og hitti fleira fólk. Fékk eina góða hugmynd, að fara heim. Hefði samt alveg mátt fá þá hugmynd fyrr, allavega hrinda henni fyrr í framkvæmd. En jæja svona er þetta bara.
Ég er annars búin að eiga góðan sunnudag. Það komu margir gestir og Óskin bakaði dýrindis súkkulaðiköku. Það var góð hugmynd. Mig langar að sjónvarpið taki völdin og sjái mér fyrir skemmtun í kvöld. En NEI... það er bara ekkert í boði í sjónvarpinu, allavega ekkert sem ég vil horfa á. Árans, fjárans og fari það í heitasta.. hmmm, skattaskýrsla.. fyrst mér leiðist svona mikið hvers vegna nenni ég þá ekki að fara að gera skattaskýrslu eða kannski bara læra smá ... *hóst* alltí einu fékk ég hausverk.. kannski ég sé búin að reyna of mikið á mig í dag... já ég held það sé best að gera bara ekki neitt. Kroppurinn vill ekki gera neitt. Það er líka Brasilísk mynd að byrja sem ég get gónt á.... Jón og gón, það er gott plan
Eftirstöðvar helgarinnar eru eftirfarandi: Marblettir á báðum hnjám, bitfar á vinstri handlegg, marblettur á hægri handlegg og kúla á enni. &!$%.... Rugl og vitleysa.
sunnudagur, apríl 04, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli