föstudagur, apríl 30, 2004

jæja... hér sit ég á blessaðri bókhlöðunni. Alveg er það merkilegt hvað það er alltaf kalt hérna og það virðist kólna eftir því sem líður á daginn. Ætli þetta sér viljandi gert til að maður sofni ekki yfir bókunum. Ég er í þykkri peysu en það virðist ekki duga til, mig langar í ullarsokka og trefil.
Ég er líka svo heppin að vera með hausverk, ó mig auma.
Þetta mjakast allt saman, ég er komin með verk í magann, ég hlakka svo til þegar þriðjudagurinn 4 maí verður búin. Þá er ég komin í sumarfrí í skólanum húlabalabbalei!!!!
Ég ætti kannski að fara og reykja og athuga hvort ég komi tvíelfd til baka. hmmmm...

Morgunsaga:
Ég vaknaði í morgun við skerandi væl, ég opnaði augun og hugsaði:"hvurn fjandann vantar köttunum núna?", fór svo aftur að sofa. Stuttu seinna vaknaði ég aftur og gerði mér grein fyrir því að það hlyti e-ð að vera að því vælið heyrðist ennþá og var mjög skerandi, ég fór fram úr og gekk á hljóðið, og viti menn, ég fann Lísu gólandi og veinandi ofan í KLÓSETTINU!!! Hún var rennandi blaut og skíthrædd. Ég fiskaði hana uppúr og setti á gólfið og ætlaðist svo til að móðirinn mundi bjarga málinu en NEI kisa hélt bara áfram að væla um meiri mat og gekk burt. Ég sá mér þann kost vænstan að þurrka greyið og sækja hitapoka og hlýja henni undir sæng. Þar húkti hún svo heillengi og skalf eins og hrísla en jafnaði sig svo að lokum og síðast þegar ég sá hana var hún e-ð að vesenast inní sturtunni.
BTW þá er Lísa ekki enn komin með varanlegt heimili.

Engin ummæli: