Í dag vaknaði ég við undarlegt mannamál frammi í stofu, ég ákvað að fara á fætur til að athuga málið. Frammi voru nokkrir karlmenn og ein kona, ekkert þeirra hafði ég séð áður. Við eftirgrennslan kom í ljós að fólk þetta var komið til að taka upp auglýsingu. Einhver hringdi víst í Ósk og bað hana um þann greiða að fá að taka upp heima hjá okkur eftir að önnur staðsetning hafði klikkað. Fólkið var svo heima hjá mér næstu 4 tímana. Didda kom og lék pönkara sem hlustar á týrólatónlist í frístundum, máluð með blátt og bleikt hár. Þetta var svolítið undarlegt að nota allt dótið mitt í auglýsingu, blessuð tölvan fékk meira að segja að vera með. Gaman engu að síður.
Ég er aftur mætt í Selið á næturvakt og er ekkert sérstaklega ánægð með það, það eru margir aðrir staðir sem ég vildi frekar vera á. Helv... næturvaktir. Þetta er samt síðasta næturvaktin í bili svo ég get verið sátt á morgun. Væri samt gott ef ég gæti drullast til að læra þessa 9 tíma sem ég er hér að gera EKKERT!!!!
annars eru kettlingarnir alveg fáránlega sætir. Harðfiskur er góður
Lísu og Bröndu Barböru vantar ennþá heimili. Þær eru mjög sætar og alveg einstaklega skemmtilegar. Lísa
ok fyrst ég er byrjuð á þessu þá er ég að spá í að missa mig aðeins.
Það kom góður maður í heimsókn um daginn og færði okkur hitt og þetta í búið, meðal annars kom hann með stóra reykja nautatungu. Við Ósk tókum þá ákvörðun að sjóða tunguna og nota hana síðan í álegg. Þegar tungan kom úr pottinum ákvað ég að þetta væri ekki matur við mitt hæfi. Þetta er ástæðan. Já mér finnst útlitið skipta máli.
fimmtudagur, apríl 22, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli