þriðjudagur, apríl 27, 2004

Það er gaman að vinna. Mér þykir vænt um fólkið mitt. Því miður finnst mér ekki eins gaman að læra undir próf, annars væri ég að læra núna. En ég er að blogga og það er fínt. Hanga á netinu er líka fínt og ég efast ekki um að strætóferðin heim verði líka fín. Það er gaman að vera Marta í dag.

Stutt saga af kúlum.
Golfkúlur eru ótrúlega fallegar, þær eru svo kringlóttar og með fullt af fallegum holum í. Gular golfkúlur eru líka alveg rosalega flottar en það borgar sig ekki að hafa of margar gular heima hjá sér í einu, best er að hafa bara eina gula, þá er allt öruggt. Það er vont að týna kúlum, kúlur eiga ekki að týnast. Kúlur eiga að velta um í lófanum og það er gaman að horfa á þær frá mismunandi sjónarhornum. Já golfkúlur eru flottar ;)

yfir og út.

Engin ummæli: