mánudagur, mars 29, 2004

auðvitað fór ég ekki heim að sofa, ég ákvað að fá mér einn bjór. Einn bjór breyttist í tvo, síðan þrjá og áður en ég vissi af stóð ég við barinn og fékk mér tequila skot. Skemmtilegt. Við hlupum niður Laugaveginn í rokinu til að sjá strák spila á hljómborð og dansa, tónlistin var samt dálítið eins og á Ísafirði í gamla daga þegar ég fór á 16 ára böll.... ágætt í smástund. Ég dansaði og hoppaði og talaði ... ég fór líka í froskahopp niður laugaveginn, það var gaman.
Maðurinn kom í morgun og skipti um glugga, núna þurfum við bara að koma okkur í að pússa og mála. Seinna.

Engin ummæli: