föstudagur, mars 12, 2004

klukkan 4 í nótt vaknaði ég við undarlega tiburði í annrri kisunni, hún var eitthvað að krafsa í rúmið mitt undarleg á svip, það tók mig smá stund að átta mig á hvað var að gerast en svo rann upp fyrir mér að helv... kötturinn var búin að kúka í rúmið mitt!!!! í rúmið mitt!!!! djöfulsins viðbjóður og ógeð... hún hafði meira að segja grafið kúkinn inní rúmteppi og hluta af sænginni, og þetta tókst henni að gera án þess að ég yrði nokkurs vör fyrr en allt var um garð gengið. OJJJ.. ég þurfti sem sagt að fara á fætur, kúgast nokkrum sinnum vegna óstjórnlegrar skítafýlu sem lagði yfir allt, skipta um á rúminu, reyna að þvo sængina uppúr lyktarsteskum sápum oj oj oj ... rúmteppið er hins vega svo stórt að það passar hvorki í plastpoka eða þvottavél svo ég brá á það ráð að troða því ofan í gamla leikfimistösku (sem ég nota ekki lengur þar sem ég stunda ekki líkamsrækt ) til að reyna að losna við lyktina... svo spreyjaði ég unaðslega ilmspreyinu mínu yfir allt, náði mér í teppi og fór aftur að sofa... En djöfull var þetta óðgeðslegt en eftir að hafa hugsað um þetta í smástund þá komst ég að því að aumingjans kötturinn hefur örugglega verið búin að væla hátt og lengi til að fá mig til að opna herbergið en þar sem ég sef mjög fast þá rumskaði ég alls ekki svo þetta hefur víst verið neyðarúrræði, oj bara ... nú er ég hins vega að velta fyrir mér hvernig ég á að þvo sængina .. eðal æðardúnsæng.. mig langar alls ekki að sofa með skítalykt í vitunum, ekki að henda sænginni og ekki get ég farið að sofa með teppi það sem eftir er ... en ég mun án efa telja þetta vera ógeðslegastu vakningu sem ég hef lent í ... arg

Engin ummæli: