mánudagur, mars 29, 2004

jæja þar kom vonda veðrið, ég hef samt enn trú á sumrinu. Engu að síður hélt ég að ég myndi verða úti labbandi á leið heim úr strætó, ég fór nefnilega heiman frá mér í hádeginu og bjóst alls ekki við þessu veðri, klæddi mig sem sagt ekkert vel, sem betur fer náði ég tvistinum, ákvað svo að hlaupa rest. Ég komst að því að ég verð að fara að gera e-ð í þessu, ég fékk næstum því hjartaáfall af þessum hlaupum og mig sveið í lungun þegar ég kom heim. Heima er hlýtt og gott. Það er gott að vera inni í vondu veðri.

Ég bara vera skiptinemúr, ég tala bara lítið íslenska, ég missti trúin á súmarið....

Engin ummæli: