hér sit ég á nætuvakt að borða eplaköku sem hann jón bakaði nammi namm... heit eplakaka og mjólk...
annars gerðist hinn hræðilegi atburður í kvöld að það kviknaði í gardínunum í stofunni heima hjá mér, ég var bara að elda í rólegheitum og svo alltí einu æpir Birta: " það er kviknað í gardínunni" . ég hélt að ég hlyti nú að ráða við þetta svo ég tók til við að reyna að skvetta á eldinn en allt kom fyrir ekki, það kviknaði bara meira og meira í ... ég varð ráðþrota og sendi barnið upp á næstu hæð að biðja um slökkvitæki og ég hringdi í slökkviliðið en sem betur fer dugði að bauna á eldinn úr slökkvitæki en þá var gardínan svört, komin sprunga í gluggann, málingin sviðin af efst í glugganum og allt sót-svart þar í kring. Einnig vildi sjónvarpið ekki kveikja á sér og íbúðin var full af reyk og brunalykt og svo ég minnist ekki á sjokkið sem við Birta fengum, aumingja barnið titraði og skalf og grét. Mér tókst að sýna stillingu og segja henni aftur og aftur að þetta væri nú alltí lagi, svo ekki sé minnst á hvað hún var mikil hetja að hlaupa til nágrannans og biðja um hjálp og gera allt eins og henni var sagt án þess að fara að gráta. Hún sagði eftir á að sér hefði liði eins og hjartað væri komið á einhvern annan stað... aumingja stelpan.. ég fékk hins vegar sjokk þegar hún var farin að sofa og fór þá að hugsa um hvað þetta gerist hratt og hvað maður er varnarlaus gagnvart eldi. Ef Rósa(nágranni) hefði ekki verið heima þá hefðum við þurft að bíða eftir slökkviliði og þá hefði mun meira brunnið ... Mér finnst þetta alveg voðalegt, ég get samt verið glöð að ekki fór verr og eitt er víst að nú verður keypt heimilistrygging og það verða ekki kerti heima hjá mér fyrr en það er komið eldvarnarteppi og slökkvitæki á heimilið. Við vorum alveg rosalega hræddar vorum meira að segja búnar að taka kettlingakassann og fara með kettlingana út ... Já þar skall hurð nærri hælum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli