sunnudagur, mars 14, 2004

jæja þetta er svona skemmtilegt... fór með leigubíl í vinnuna í morgun, leið eins og ég væri í klippingu, leigubílsstjórinn var haldin mikilli þörf fyrir að halda uppi samræðum bara til að halda uppi samræðum. Ég hins vegar nennti ekki að tala við hann, var ekkert að kafna úr hressleika svona snemma á sunnudagsmorgni, en það skipti engu máli hversu oft ég svaraði með stuttum og hnitmiðuðum svörum, hann hélt alltaf áfram að tala og spurja og spurja og spjalla. Gaman að þessu.
Kettlingarnir kúra í kassanum sínum, þeir teygja sig og geispa, klöngrast e-ð um en gefast svo upp og fara bara að sjúga á sér loppurnar ...

Engin ummæli: