mánudagur, mars 01, 2004

Kisan kom heim... svöng og hrakin ... en hún kom heim og allir eru voða glaðir... annars er hin kisan alveg að springa, kettlingar líta dagsins ljós á hverri stundu ... swinggg....
annars var ég bara að vinna um helgina og það var ekkert gaman ...jú það var fínt í selinu en sirkus var ekki upp á sitt besta, þar má aðallega kenna um vondri tónlist og undarlegri stemmningu .. það koma líka kona og ákvað að æfa gripvöðva sína á hárinu á mér .. vöðvarnir virkuðu vel, ég sat föst þangað til einhver ungur útlenskur maður beyglaði fingur hennar þannig að hún varð að sleppa... svo þegar við vorum að loka, þá kom eitthvað fíbbl og kýldi mig, sem betur fer var hann fullur og náði ekki að kýla fast svo ég slapp ómeidd... og það sem hann uppskar var árás frá skylduræknum fastakúnnum staðarins og honum var blessunarlega hent út... já stundum er ekki gaman að vinna

Engin ummæli: