miðvikudagur, mars 17, 2004
alltí kring heyrast hróp og köll í börnum að leika sér. Sólin skín, eftir því sem dagurinn líður fjölgar sólargeislunum sem kitla mig í nefið. Ég heyri fréttir af því að fólk sitji og sóli sig við vegginn á Austurvelli. Ég sit inni og les mér til um hugtakið "götubörn" og hvernig á að skilgreina það... já stundum er kvöl og pína að vera í skóla. Ég hugga mig við það að í maí er ég búin í skólanum , þá get ég verið úti þegar það er sól... en þangað til, sit ég inni og safna ryki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli