þriðjudagur, mars 09, 2004
mig langar að vorið komi... ég hlakka svo til, mig langar að sjá bjartar nætur, mig langar að labba heim og finna kitlið í hjartanu, mig langar að hlusta á fólk tala saman í tjaldi, mig langar að heyra jarm í kindum, mig langar að láta það fara í taugarnar á mér að það séu kindur útum allan þjóðveg, mig langar á mývatn, mig langar í heitt te og teppi, mig langar í gönguferð. Já það er gott að langa til að gera eitthvað og það er gaman að hlakka til ... það verður gaman í sumar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli