fimmtudagur, mars 11, 2004

mikið er nú gaman að horfa á sæta stráka... ég held þeir séu byrjaðir að skríða úr holum sínum eftir veturinn, ég er alltí einu farin að sjá sæta stráka í hverju skúmaskoti. Að góna á sæta stráka gerir lífið mun skemmtilegra. Eini gallinn er blessað rokið, það verður til þess að ég nenni ekki út og sé þá færri sæta stráka, einhverra hluta vegna virðist það ekki gerast nógu oft að þeir birtist hér innandyra.
annars er ég búin að gera margt í dag, ég fór í göngutúr í rokinu og nú þarf ég ekki að hreyfa mig næstu daga, þessi göngutúr jafnaðist á við meðal fjallgöngu þar sem hann fór að mestu fram á móti vindi. Annars var mest við það sama í selinu ... fólki langar í kaffi og piparpúka og hefur gaman að því að fara í göngu- og bíltúra. Ég fékk far heim sem var alveg dásamlegt.

eitt augnablik hætti ég að hlusta á "gefa þér kaffi", eitt augnablik missi ég athyglina og veit ekki fyrr en alltí einu heyrist hurð skellt og maðurinn, sem er ekki kona, hleypur inná wc læsir að sér og svo heyrist vatn renna af miklum krafti ... ég kemst inná wc-ið eftir smá stund og þá stendur maðurinn brosandi og segir "vatn í glas" í annarri hendi heldur hann á vantsglasi hálffullu af vatni og hrærir í því með tannbursta...

Engin ummæli: