sunnudagur, júní 20, 2004

Ég fór á Húsavík til að bera Leoncie augum. Það er skemmst frá því að segja að það var FRÁBÆRT!!! Dálítið eins og vera á balli í Árseli. Fyndið. Húsvíkingar eru undarlegur þjóðflokkur. Leoncie tók 8 lög, þar af spilaði hún "ást á böbbnum" þrisvar. Hún tók líka eina pásu og þá sá plötusnúður um að skemmta okkur með mjög slæmri tónlist. Þetta var samt alveg peninganna virði. Eiginlega var bara alveg fáránlega gaman. Við ákváðum samt að fara aftur í sveitina þegar Leoncie stórstjarna steig af sviðinu, eftir mikið uppklapp. Í sveitinni var stórkostlegt veður þannig að við fórum bara í Dimmuborgir og röltum þar um í túristalausri nóttinni. Gaman gaman.
Í dag klæddi ég mig upp í ofvaxinn bláan samfesting og bar olíu á hvorki meira né minna en eitt stykki sumarbústað. Ég var berfætt, í samfestingi og hlírabol. Þurfti að bretta uppá skálmar og ermar þannig að ég leit út eins og hobbiti.
Nú sit ég og bíð eftir að grillmatur verði tilbúinn mmmmmmm nammi namm....
Fer heim á morgun og að vinna á þriðjudaginn. Hið ljúfa líf er víst að verða búið í bili.
Bókin með svörin segir: "það verður afar athyglisvert", nú er bara að bíða og sjá.
yfir.

Engin ummæli: