föstudagur, júní 18, 2004

Sveitin
Ég er í Mývatssveit. Ég er alveg að tapa mér úr gleði bara yfir að vera hér. Ég þarf ekki að gera neitt, allt er bara frábært. Sveitarómantíkin er yndisleg. Úti í garði er gestahús með einu rúmi og einum litlum sófa, á veggnum er olíulampi og kerti og gamall sími á borðinu. Yndislegt, yndislegt. Allt ilmar af sumri. Samt er soldið kalt en mér er alveg sama. Ég vil ekki fara heim, ég vil vera hér. Það er e-ð við þennan stað sem lætur mér líða eins og allt sé á sínum stað. Það er ekkert kaos. Ekkert rugl.
Múbbinn er líka hér og það er alveg stórskemmtilegt. Við erum búnar að rúnta um allt og ég er búin að mala frá mér allt vit.
Hér er blað sem kemur út einu sinni í viku, á forsíðunni eru taldir upp þeir sem eiga afmæli í vikunni.
Hér eru kindur úti á túni.
Hér eru hverir og maður sér gufustróka birtast uppúr jörðinni.
Hér er gjá til að baða sig í.
Hér gerast ævintýrin sem ekki er pláss fyrir í Reykjavík.
Hér er yndislegt fólk sem býður mig velkomna.
Hér er ég.

Jæja nú ætla ég fara í Gamla bæinn og fá mér bjór og hlusta á jazztríóið B3.
sMartan biður að heilsa ofan af hálendi, í þetta sinn er hálendið alvöru.

Engin ummæli: