Raunveruleikinn byrjaður.
Ég er komin í selið og byrjuð að vinna. Skjólstæðingur minn fór eitthvað og ég er bara ein að dunda mér þangað til hún kemur aftur.
Ég verð að deila þessum myndum með ykkur lesendur góðir. Kisur eru svo sætar. Hér er líka ein af Leoncieí góðum fíling. Æji nenni ekki að setja fleiri í bili.
Öll helgin fór í að vinna á sirkus, það var bara alveg ágætt. Ég gekk aðeins of langt í ... á föstudaginn en bætti það upp með góðri og heiðarlegri hegðun á laugardag.
Mér finnst eins og ég sé búin að gera alveg fullt. Samt gæti það alveg verið vitleysa eins og svo margt annað.
Á mánudaginn týndi ég símanum mínum. Þegar ég kom heim seint og um síðir ákvað ég að hringja í hann, varð rosa glöð þegar það var svarað en adam var ekki lengi í paradís... helv... beyglan sem fann símann var svo útúr kortinu af neyslu eiturlyfja (að ég held) að hún bara neitaði að skila símanum. Hún talaði alltaf við mig á smástund og skellti svo á. Það litla sem hún sagði var bara rugl, hún talaði um að láta lögguna fá símann, hún talaði líka um að þá gæti löggan fundið út hvað ég væri alltaf að gera með alla þessa útlendinga með mér!!!??? Ég varð svo reið að ég átti bara ekki til orð. Eftir ráðleggingar frá helgu og um það bil 20 áskell ákvað ég að hringja bara í símann minn daginn eftir. Þess þurfti ég svo ekki þar sem blessuð manneskjan skildi símann eftir heima hjá einhverjum gaur og hann var svo almennilegur að hringja í helgu daginn eftir og láta vita af staðsetningu símans. Að sjálfsögðu sótti ég símann og þakkaði vel fyrir mig.
Allt er gott sem endar vel.
yfir og út.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
I agree with many points. But in some areas, I feel we need to be more aggressive. Just my opinion. Love ya. alissa milano Louboutin Shoes Christian Louboutin Shoes Mother Of Bride
Skrifa ummæli