sunnudagur, október 30, 2005


Ljómandi líf.
Gott að vera til í svona góðu veðri. Kalt og fallegt. Mér líkar það vel. Fór í göngutúr í gær með Patreki, Sigrúnu og Birtu. Agalega skemmtilegt. Við löbbuðum niðrí bæ og vorum endalaust lengi á leiðinni því börnin þurftu svo mikið að leika sér í snjónum en það var alltí lagi því veðrið var svo fallegt og gott.
Dagurinn var svo góður, byrjaði með bakaríis bakkelsi og pönnsum í Sigtúininu og lauk með Royal súkkulaðibúðing og þeyttum rjóma á Eggertsgötunni.
Vandaði mig sérstaklega við að gera ekki neitt í dag. Pantaði mér kínamat í kvöldmatinn svo þegar kallinn kom með matinn þá var hann ekki með posa. Hann lét mig samt fá matinn og sagði mér að koma bara við á morgun og borga. Dásamlegt að rekast á fólk sem treystir öðru fólki. Ég komst nú aldrei svo langt að borða kínamatinn því Ósk hringdi í mig og bauð mér að koma og borða og hitta Færeyinga í Sigtúninu. Kínamaturinn fór bara í ískápinn og verður alveg jafn góður á morgun eða jafnvel á eftir .. slurp..
Færeyingar eru svo dásamlegt fólk og það var voðalega gaman að hitta foreldra Sunnevu og Eivöru sem ég hef ekki séð í langan tíma. Merkilegt hvað það var auðvelt að tala við Færeyingana, þau töluðu færeysku og ég íslensku. Við bara hlustuðum vel og töluðum hægt og þá var bara orð og orð sem ekki skildist...
Sunneva er lika svo mikill snillingur í að gera fallegt í kringum sig.
Drengurinn dundaði sér bara við að horfa í kringum sig og taka við hrósum. Stóð sig vel eins og alltaf. Það sem ég er skotin í þessum litla strák.
Njótið þessa alls.
p.s. áður en ég náði að publisha þessari færslu þá hakkaði ég í mig kína mat. Borðaði að sjálfsögðu aðeins of mikið.

Engin ummæli: