þriðjudagur, október 11, 2005


Ef Hjörtur kvartar einhvern tíma yfir nafninu sínu þá get ég sagt honum að þakka bara fyrir að ég nefndi hann ekki: Dufþakur Dufgus eða Skæringur Smiður.
Fór með bréfið góða í dag. Fékk dáldið í magann við að senda það. Nú er bara að bíða og vita hvort það verið einhver viðbrögð við því.
Fór í bað með drengnum í kvöld. Að sjálfsögðu kúkaði hann í baðið. Annars var þetta allt saman dásamlegt.

Engin ummæli: