föstudagur, október 28, 2005

Í gær var ég ótrúlega dugleg og þvoði fullt af þvotti og hengdi út á snúru. Í dag er snjókoma og ég horfi á þvottinn minn verða hvítari og hvítari. Samt voru tvær mislitar vélar.
Ég labbaði í 10/11 og verlsaði ekkert fyrir fullt af peningum. Það virðist vera komin vetur. Þó það sé pínu leiðinlegt þá finnst mér það líka notalegt. Mér leið dáldið eins og ég væri hörkutól þegar ég setti undir mig höfuðið og keyrði vagninn í gegnum smá skafl á leiðinni í búðina. Það var svo notalegt oft í gamla daga þegar það var svona veður á Ísafirði, oft klæddi ég mig í fullt af fötum og fór út að leika í vonda veðrinu - það var gaman. Nú er ég víst of stór til að fara út að leika. Ég hlakka til næsta vetur þegar sonur minn verður orðinn stærri og ég get farið út að leika með honum. Börn gefa manni ástæðu til að ganga aftur í barndóm á sumum sviðum. Það er ótrúlega gaman.
Urg. Ég verð að sækja eitthvað af þessum þvotti og setja hann á ofn. Ástæðan fyrir að ég þvoði var nefnilega að ég þarf að nota fötin og taubleiurnar.
Lifðu í lukku en ekki í krukku.

Engin ummæli: