laugardagur, október 08, 2005

Ef einhver hefði sagði við mig fyrir ári síðan að ég yrði heima hjá mér rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöldi að raða myndum í albúm þá hefði ég talið viðkomandi bilaðan. Aldrei hefði ég trúað því að ég mundi sitja hér, heiðarleg húsmóðirin. Í dag er ég búin að vaska upp og skúra. Heimilið mitt er hreint og í augnablikinu sefur blessaður drengurinn.
Svei mér þá ef ég fer ekki bara að skríða í ból og lesa bók. Það eru líka farnir að heyrast skruðningar úr herberginu. Þeir gætu verið vísbending um að herra Hjörtur ætli bráðum að vakna og þá muna hann vilja kúra hjá mömmu sinni. Þá gæti verið gott að vera komin í rúmið. Svo notalegt að taka hann uppí, næra hann og sofna svo saman...
Á þessum degir fyrir ári síðan. Þá var ég stödd á Klapparstíg 30. Kannski var ég ekki komin þangað á þessari mínútu en þá var ég allavega á leiðinni... það get ég verið viss um. En meiri vissu hef ég um að ég var með bjór í annarri og sígó í hinni. Nú er ég með vatnsglas.
Núna er betra.
:) Skemmtið ykkur...

Engin ummæli: