laugardagur, október 15, 2005

Í vikunni fór ég með drenginn í skoðun. Ljósmóðirin tók líka smá blóð úr mér til ath hvort ekki væri allt í orden. Ég reyndist vera of lág í járni. Ég var voðalega hissa en þegar ég fór að hugsa um það komst ég að því að ég er búin að vera óttalega þreytt undanfarið. Mér hefur fundist sérlega erfitt að opna augun á morgnanna og svo hefur mig langað að leggja mig í tíma og ótíma.
Ég hef bara lifað í þeim misskilningi að maður ætti að vera svona þreyttur þegar maður á lítið barn. Ég er búin að heyra svo mikið af hryllingssögum að ég hélt bara að þó að barnið væri rólegt og yndislegt í alla staði þá væri móðirin alltaf að leka niður.
Mikið óskaplega er ég fegin að þetta er misskilningur. Ég þarf bara að innbyrða meira af járni og þá er málinu bjargað. Svo ég fór í apótekið í gær og keypti mér járn. Fór svo í búð og keypti cheerios og lifrapylsu. Bæði sérlega járnríkar matvörur. Keypti mér líka ávaxtasafa en hann ku hjálpa líkamanum að vinna úr járninu.
Svo nú bíð ég bara spennt eftir orkunni minni og rjóðu kinnunum sem ég á skilið að vera með þar sem ég er svo dugleg að fara út að labba.
Eini gallinn er að drenguinn gæti fengið í magann af járninu. En það á víst að ganga fljótt yfir. Ég krossa fingur.
Annars er Hjörtur komin með sitt fyrsta kvef svo við höfum bara verið heima í dag. Er með stíflað nef en að öðru leyti hinn hressasti. Steinsefur núna í vöggunni sinni.
Jæja ég ætla að taka til á meðan það er hægt.
Gangði hægt um gleðinnar dyr.

Engin ummæli: