mánudagur, október 24, 2005


Í gærkvöldi fór ég í heimsókn til pabba og co í Hafnarfjörðinn. Svo skutlaði pabbi mér heim. Þegar hann var búin að yfirgefa mig fattaði ég alltí einu að síminn minn lá í aftursætinu á bílnum hans. Ég var alein heima með engan síma!!!
Ég eyddi þónokkrum mínútum í að upphugsa allt það hræðilega sem gæti gerst nóttina einu sem ég var sambandslaus við umheimin. Hugsaði hvort ég mundi banka hjá fólkinu við hliðan. Þau eru útlensk... Mundu þau koma til dyra?
En við erum bæði enn hress og kát. Sem betur fer.
Guði sé lof og dýrð fyrir alnetið. Ég náði sambandi við umheimin í gegnum það og Þuríður sá aumur á mér og skutlaði mér í Hafnarfjörðinn að sækja símann. Það var dásamlegt og að sjálfsögðu líka dásamlegt að hitta Þuríði. Við lentum að sjálfsögðu í smá hrakförum þegar við vorum að leita að bakarí en það var nú alltí góðu.
Við Hjörtur skunduðum niðrí bæ til heiðurs öllum konum. Hittum fullt af fólki. Alltaf gaman að hitta fullt af fólki. Ennþá skemmtilegra að hitta fólk eftir að barnið fæddist, það er svo gaman að eiga svona fín verðlaun til að sýna.
Þegar við vorum búin að rölta með göngunni niður Skólavörðustíginn og standa kjurar í smástund þá var mér alveg að verða kalt á tánum. Allir vita að mjólkandi konum má ekki verða kalt á tánum svo við Svala flúðum inná kaffihús og yljuðum okkur þar við kaffidrykkju.
Agalega notalegt allt saman. Svo kíktum við á torgið og örkuðum heim. Hjörtur rumskaði ekki allann tímann. Þrátt fyrir mikinn hávaða. Ég er búin að uppgvöta að hann virðist sofa best þegar við erum á þvælingi í miðbænum :)
Þetta var ljómandi fínn dagur.
Kannski ég ljúki honum með tiltekt.

Engin ummæli: