föstudagur, september 30, 2005

Nú sit ég heima og hugsa um hvað ég gæti nú gert mikið eeennn... ég er búin að gera fullt í dag svo kannski ég geri bara ekki neitt. Merkilegt nokk þá er ekkert í sjónvarpinu. Ekki neitt. Mér finnst eins og föstudagar séu verstu sjónvarpsdagarnir. Svona er þetta víst. Skemmtilegu þættirnir eru allir á sama tíma og svo inná milli er bara ekkert.
Þetta virðist vera svona með ótrúlega margt í lífinu - allt eða ekkert. Kannski ekki að ástæðulausu sem það eru til orðatiltæki eins og "í ökkla eða eyra".
Stöndum upp fyrir Mörtu hún er svo ótrúlega fyndin og skemmtileg.
Ég var svaðalega dugleg í gær og labbaði með barnavagninn útum allann bæ. Fór í heimsókn og svona,voða gaman.
Ég fór líka ekkert út í dag heldur sinnti skyldum heimilisins.
Fólki tókst að koma mér fáránlega mikið á óvart í dag. Mig hefði ekki grunað þetta. Ég fagnaði með því að panta mér kínverskann mat fyrir tvo. Borðaði svo á fáránlegum hraða því að sjálfsögðu vaknaði drengurinn þegar ég var um það bil að byrja á veitingunum. Það er annað svona lögmál: börn vakna alltaf þegar maður er að fara að borða. Það er dáldið merkilegt þar sem þau sofa næstum því alltaf þegar þau eru svona lítil.
Stundum horfi ég á drenginn geifla sig og verð auðmjúk og þakka fyrir hann. Ég er ótrúlega heppin kona.

Engin ummæli: