þriðjudagur, september 06, 2005

Ég er dottin í pyttinn.
Hef lítinn áhuga á neinu nema því sem snertir yndislegan son minn. Gæti alveg setið og rætt hægðir og rop við matarborðið.
Alltí einu er komin ný pláneta sem snýr sólkerfinu á hvolf. Kannski svolítið asnalegt að segja alltí einu þar sem ég beið komu hans í tæpa 9 mánuði. Samt ...þetta er svo drastísk breyting - úr bumbu í barn. Eiginlega hálf ótrúlega að það skuli vera eitthvað orsakasamhengi þarna á milli.
Fór með drenginn til ljósmyndara þar sem teknar voru af honum myndir. Ákveðið var að hafa hann bara á adamsklæðunum. Vildi nú ekki betur til en svo að drengurinn kúkaði yfir alla bringu móður sinnar sem og á buxurnar, einnig fór smá sletta á fína dúkinn á gólfinu. Allt saman alveg skærgult að sjálfsögðu. Frekar skondið svona...
Teknar voru margar myndir af barninu og svo var hann boðaður aftur í myndatöku þegar hann verður aðeins stærri. Mikið er nú gaman að mamma skuli eiga ljósmyndaravinkonu.
Hlakka til að sjá þessar myndir.
Annars er nú lítið að frétta af Skaganum. Lífið bara rullar áfram. Tími og dagar skipta alltí einu engu máli. Það eina sem skiptir máli er lítil manneskja sem heitir Hjörtur.
Eina sem er slæmt er að ég virðist vera að breytast í sögulega lélegan gemsaeiganda. Ég gleymi símanum á silent og gleymi að hringja til baka í fólk. Svo eru hendurnar oft bara uppteknar við að sinna barni.
Nota hér með veraldarvefinn til að biðjast afsökunar á þessu og vonandi að þetta lagist að sjálfu sér með tíð og tíma.
þangað til næst...

Engin ummæli: