föstudagur, september 16, 2005

Það er rigning og rok úti. Ég vona að það standi ekki lengi yfir því mig langar að fara í göngutúr með barnið í nýja vagninum sem ég er alveg að fara að kaupa.
Líkaminn minn er líka farin að kalla á hreyfingu. Ansi langt síðan ég hef hreyft mig eitthvað að ráði. Undir lok óléttunnar var allt orðið svo þungt og sigið að þótt ég gæti gengið þá bauð kroppurinn aðeins uppá hænuskref. Ég var óttalega lengi að labba á milli staða. Nú hlakka ég til að ganga rösklega og fá ferskt loft í lungun.
Síðan drengurinn fæddist er ég líka búin að sitja alveg fáránlega mikið.
Meira síðar. Grátandi barn í vöggu.

Engin ummæli: