föstudagur, júní 16, 2006

Ég er búin að vera að vanda mig við að bölva þessu ekki. Búin að vanda mig við að hugsa að þetta hljóti nú að fara að lagast... jú jú þetta lagast.
En nú er bara komið nóg!!!!!! Ég get ekki orða bundist lengur!!!! Hvað er málið með þetta helv...&$%%& veður??!?!?!!? Á bara að rigna endalaust??!
ok, svo sem alltí lagi að það sé rigning og rok. En það er ekki einu sinni hlýtt úti!!! það er 8 gráður á celsíus (segir mogginn).
Fnæs! Já ég er svekkt. En ég nenni ekki neinu í þessu veðri.
Mér rétt tókst að rífa mig frá heiladauðu-internetshangsi og setja í nokkrar þvottavélar. Svo hengdi ég upp þvottinn. Jú ég bakaði köku og vaskaði upp.
Kakan er nú í ofninum og ég er að fara að sækja barnið. Svo gæði ég mér á kökunni og fæ sól í magann.
Allir alltaf velkomnir í kaffi.
Æji já kannski er þetta alltí lagi.

Engin ummæli: