mánudagur, ágúst 15, 2005

Hér sit ég á brókinni og peysu. Líður alveg hreint ágætlega. Merkilegt hvað mér er samt endalaust heitt. Mér er bara alltaf heitt, alveg sama hvað gengur á. Helga kom í heimsókn um daginn og sakaði mig um að búa í frystikistu. Hún sat hér og skalf í þessa smástund sem hún dvaldi við. Mér líður hins vegar mjög vel þarf eiginlega ekkert á fötum að halda. Það er nú kannski bara gott vegna þess að ég hef ekkert úr svo mikið af fötum að velja.
Ég er að bilast á því að finna alltaf svona mikla lykt alls staðar. Ég er líka ótrlega ógeðisgjörn. Mér finnst allt meira og minna ógeðslegt. Ókunnugt fólk (sérstaklega rónar), dýr, hryllingur í sjónvarpinu, allt svona tal um sjúkdóma og svo held ég alltaf að allt sé skítugt og eitrað. Ég er orðin dáldið leið á þessu. Svo ef ég sé e-ð sem mér finnst ógeðslegt þá fer ég alltaf að hugsa um e-ð sem er ennþá ógeðslegra og þá líður mér ennþá verr.
Fáránlegt. Ólétta gerir mann dáldið fáránlegan stundum.
Nú eru samt bara síðustu metrarnir eftir. Síðustu metrarnir eru samt gjarnir á að vera þeir erfiðustu.
Þessi óléttukafli er samt orðin dálítið langdregin. En þessu lýkur víst að lokum.
Veit að maður á ekki að segja svona en...
Mér finnst feiti gaurinn í lost svo mikill hryllingur að ég get varla horft á þáttin vegna nærveru hans.

Engin ummæli: