miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Dagurinn mikli er að kveldi komin.
Já loksins rann hann upp, 24. ágúst. Ég er búin að bíða eftir þessum degir í MJÖG langan tíma. Að sjálfsögðu gerðist ekkert markvert í lífi mínu í dag. Það er að segja Júpíter ákvað ekkert að skella sér í heiminn. Núna er bið samt formlega hafin. Hver dagur gæti verið minn síðasti sem ólétt kona.
Ég gerði nú samt margt og mikið í dag. Meira en ég hef gert í marga daga. Ég fór til Reykjavíkur í klippingu. Er sem sagt voða fín um hausinn núna. Fór líka á kaffihús og fór svo í óþarflega langan göngutúr. Áttaði mig ekki alveg á vegalengdinni sem um var að ræða þegar lagt var af stað. Ég lifði það samt alveg af. Þurfti reyndar að pissa aðeins of oft en það er nú svo sem ekkert nýtt.
Núna er ég samt komin aftur á Skagann. Hér mun ég vera þangað til yfir lýkur.
Fann heimilislausan útlending og plantaði honum í íbúðinni minni á meðan. Hann ætti að geta viðhaldið ferska loftinu.
Vonandi koma fréttir bráðum :)
Gó nó

Engin ummæli: