laugardagur, ágúst 20, 2005

jamm og jamm og jú.
Er á Skaganum og býst við að vera hér þangað til Júpíter verður komin í heiminn. Í augnablikinu er ég samt ráðskona á heimilinu þar sem móðir mín er í Noregi og fóstufaðir minn á Grænlandi að vinna.
Já, ég er húsmóðir yfir 4 börnum. Elsti er reyndar 17 ára svo ekki þarf mikið að hugsa um hann. Hann segir stöku orð stöku sinnum og fer heim til vina sinna á kvöldin að spila nintendo. Spennandi, eftir því sem hann segir sjálfur.
Svo er einn 13 ára sem fékk að gista hjá vini sínum í kvöld og þá eru bara 2 eftir heima. 11 ára Sigrún og 7 ára Patrekur. Yndisleg börn allt saman . Ég var alveg búin að gleyma hvað þau eru góð. Kannski mamma hafi lesið þeim lexíurnar áður en ég kom. Þau gera allt sem ég bið þau um og rúmlega það. Ekkert vesen og engin leiðindi. Ég hreinlega öfunda sjálfa mig af svona systkinum.
Stundum masa þau heldur mikið en það liggur víst bara í ættinni. Þau virðast vera vön að hjálpast að og passa hvert annað. 17 ára unglingurinn fór meira að segja möglunarlaust og tók innaf snúrunni fyrir mig. Alveg ótrúlegt finnst mér.
Sigrún (11ára) fór að keppa í fótbolta í dag. Svo sem ekki í frásögu færandi. Eeenn þær unnu einn leik 21-0!!!!!!! Skil eiginlega ekki hvernig það er hægt. Svo get ég varla hugsað um hvernig stelpunum í liðinu sem tapaði líður. Þess má geta að hver leikur er 2x 20mín.
Magnað.

Engin ummæli: