laugardagur, janúar 08, 2005

sit í seli jökla. Kunnuglegar slóðir. Kunnuglegar aðstæður líka. er búin að vera að vinna í allann dag og fer svo að vinna á sirkus á eftir. Æsispennandi og skemmtilegt. Það vona ég að minsta kosti. Sat bara heima í gær og talaði í símann og góndi á sjónvarpið. Fékk svo góða gesti í góða heimsókn, gaman að því.
Ég er dálítið á milli vita núna. Get einhvern vegin ekki byrjað á neinu fyrr en á þriðjudaginn. Finnst eins og þá muni framtíð mín koma í ljós. Hmmm... kannski er það dálítið sterkt til orða tekið en samt... Ég krosslegg fingur og vona að þetta fari allt saman vel annars er ég í mjög djúpum skít sem ég veit ekkert hvernig ég á að fara að því að moka mig uppúr.
Ding dong...

Engin ummæli: