miðvikudagur, janúar 19, 2005

Jæja þá er komið að því að játa...
Djöfull er ég komin með nóg af helv... köttunum!!!!!! Alveg gjörsamlega komin með uppí háls og eiginlega uppí eyru. Jafnvel svo að það flæði útum eyrun á mér ógeðið. Sko, mínar læður eru allar geldar en það kemur víst ekki í veg fyrir að það komi (heimsk) fress og breimi og spræni merkipissi útum allt hús. Þeir sem þekkja ketti vita að breim ef ógeð og lyktin af merkipissi er hreinn og beinn viðbjóður. Viðbjóður!!!!! Ég gekk svo langt að hafa opinn gluggann í herberginu mínu í einn fokkings dag og næst þegar ég kom heim var búið að míga í gluggann. Um daginn ætlaði ég að fara að sofa þá var einn kötturinn búin að skíta, já skíta, á rúmið mitt. Núna er varla hægt að sofa fyrir einhverjum bláókunnugum ketti sem heldur að hann fái að gera dodo með náttúrlausu læðunum mínum. Eitt af geldu fressunum á efri hæðinni tekur meira að segja þátt í þessu góli!!! Djöfull er ég orðin viðbjóðslega þreytt á þessu. Þetta er ógeð. Mig langar stundum að senda öll þessi dýri í fínu hálsasveitina þar sem er nóg af músum fyrir alla til að elta og gaman að leika sér.
Og hana nú!!!

Engin ummæli: