fimmtudagur, janúar 27, 2005

Það virðist vera mun erfiðara að blogga þegar maður er ekki í skóla. Það gerist nú svo sem ekki margt. En jæja... ég fór aftur í sund. Get nú ekki sagt að ég hafi synt ógurlega mikið en ég er að minnska kosti hrein og fín og sérlega ilmandi. Þannig var mál með vexti að ég setti á mig ógurlega fína ilmvatnið mitt. Svo vildi nú ekki betur til en svo að ég missti glasið á steingólfið í klefanum og þegar ég tók það aftur upp kom í ljós að það var risavaxið gat á botninum og þar lak ilmurinn út. Ég endaði sem sagt MJÖG ilmandi. Fannst þetta nú samt heldur mikið af því góða svo ég ákvað að labba niður í bæ og láta lyktina fjúka af á meðan. Það tókst held ég bara ágætlega. Allavega vildi fólk alveg tala við mig og ég sá engan sérstakan "þú ert með of mikið af ilmvatni" svip. Enda sagði ég öllum sem heyra vildu hvað hafði komið fyrir til að koma í veg fyrir allann misskilning.
Nú sit ég á Sirkus með kaffibolla í annarri og tölvuna í hinni og hef það bara ljómandi gott í góðum félagsskap. Lífið er nú bara fínt. Nema ég vil ekki spila meira bakgammaon við Hjördísi því að hún svindlar.
og hana nú!!!

Engin ummæli: