þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Mánaðaramót!
Sit hér og bíð eftir að bankinn hringi í mig og segji mér hversu marga metra af skít ég þarf að klífa til að sjá út úr augum.
Hjálpi mér allir heilagir. Simareikningurinn er 3x hærri heldur en ég hélt!!! Ég get nú sagt ykkur það að ég hélt ekkert að hann væri neitt lár. Jæja ég get farið að búa mig undir helvíti. Úff...
Jæja ég get verið glöð yfir því að eiga ekki bíl eða íbúð til að skulda peninga yfir. Nei.. kannski ekki. Árans fjárans er eiginlega það eina sem mér dettur í hug.
Kannski bankinn verði góður við mig.
Sendið mér góða strauma ég mun svo innilega þurfa á þeim að halda. Þið megið líka alveg gefa mér peninga ef þið viljið. En bara ef þið viljið.
grenj.

Engin ummæli: