föstudagur, febrúar 11, 2005

jæja þá eru flest leyndarmál komin út í dagsljósið. Flestir sem eiga að vita eru búnir að fá að heyra fréttirnar frá fyrstu hendi. Ég virðist þó alls ekki vera eins spennt yfir þessu og margir aðrir. Verð þreytt á þessu sama umræðuefni endalaust og endalaususm ráðum frá hinum og þessum sem hafa gert sama hlutinn. Ekki það að það sé ekki gott að fá ráð en stundum verður bara of mikið af því góða. Alltí einu er ég orðin að einhvers konar geymslu og það virðist varða alla hvernig ég hef það og hvað ég borða og hvað ég er yfirleitt að gera í lífinu. En jæja ég held að ég geti lítið gert nema venjast þessu. Fólk er örugglega ekki að fara að hætta að gefa mér þó að ég nöldri yfirr því á á blogginu mínu.
Svo er allt hitt sem truflar mig líka. Truflar mig miklu meira en ég vil viðurkenna. Held samt að maður verði að reyna að sætta sig við hlutina eins og þeir eru. Við sumu er ekkert hægt að gera. Samt leiðinlegt þegar það hittir of nálægt heimili manns.
Árans fjárans og andskotans. Það er leiðinlegt að viðurkenna það en mér líkar ekki jafn vel við sumt fólk og áður. Þegar maður verður fyrir vonbrigðum tekur stundum bara tíma að leyfa þeim að jafna sig. Ég er íslensk og þetta reddast og lagast. Jafnvel gæti farið svo að þetta komi allt með kalda vatninu.
Ég meika ekki að blogga strax um júnitið nema undir yfirskininu "þetta" eða "það". Þið verðið bara að lesa á milli lína og giska.
Góða ferð.

Engin ummæli: