laugardagur, febrúar 19, 2005

Já já.
Sögurnar fara af stað. Skandinavía. Sænskur og spilar á bassa. Já það gæti verið. Hver veit? Múhahahahahahahhaahh..... Mér finnst þetta skemmtilegt. Mér finnst gaman að vera til þessa dagana. Vor í lofti í dag. Það er yndislegt. Yndislegt. Það var líka merkilega mikið af gömlu fólki á Laugaveginum í dag. Allir að labba og njóta lífsins. Það labbaði að mér maður sem sagðist vera frá ABC. Hann sagðist vera að gera sjónvarpsþátt um það hvers vegna bæri minna á skammdegisþunglyndi á Íslandi heldur en í öðrum löndum til dæmis New York. Ég bara hváði og spurði manninn hvurn fjandann hann væri að tala um skammdegi þegar skammdegið væri loksins búið. Hann spurði hvort við værum svona hress vegna þess að við værum víkingar, ég sagði að það væri vegna þess að við borðum svo mikið af pillum og höfum svo mikið af jólaljósum. Annars yppti ég bara öxlum og sagði honum að biðin eftir sumrinu væri löng og ströng en sumarið kemur alltaf að lokum og flestir vita það og eru þess vegna ekki þunglyndir í skammdeginu. Ansi gáfulegt svar þar á ferð. Hnegg.
Þetta endaði svo bara með því að ég benti manninum pent á að það væri vor í loft og þetta mundi allt reddast. Brosti svo fallega og kvaddi.
Viðtalið verður varla til margs nýtilegt nema til að sýna fram á hugsunarleysi landans.
En jæja, Hjálmatónleikar núma 3762 í kvöld.

Engin ummæli: