mánudagur, febrúar 07, 2005

Já þetta var nú bara fín helgi. Sérstaklega laugardagskvöldið. Laugardagskvöldið var eiginlega bara fullkomið. Byrjaði með góðum mat hjá Sunnevu og Heiði svo fórum við á Hjálma. Eftir það lá svo leiðin á Sirkus. Þar dansaði ég frá mér allt vit. Ég held ég hafi líka skemmt mér svona vel því ég var í kjól og fannst ég vera alveg rosa fín. Það var líka mjög gaman að láta kjólinn sveiflast í hringi. Svo var ég líka edrú sem er nú alltaf gaman :)
Í gær fann ég húsmóðurgenið í mér. Ég fór í bónus og þreif íbúðina og bakaði bollur og bauð góður fólki í kaffi. Allt saman alveg voðalega yndislegt.

Engin ummæli: