Prófin nálgast.
Ég er loksin byrjuð að lesa fyrir próf. Að sjálfsögðu kemst ég heldur hægt yfir efnið en enn sem komið er er svo langt í próf að ég er nokkuð bjartsýn.
Helgin er búin að vera alveg ljómandi fín og skemmtileg.
Ég var í heimsókn áðan. Í heimsókninni var mér sagt að ástæðan fyrir ástmannsleysi mínu væri sú að ég væri ekki nógu oft varalituð í háhæluðum skóm heima hjá mér. Eins var mér ráðlaggt að fara út að skokka seinnipartinn. Maður veit víst aldrei hvenær stundin kemur og herra draumur bankar uppá með blóm og loforð uppá arminn.
Mér fannst þetta dáldið skemmtilegar ráðlegginar og tók þær mjög hátíðlega. Nú sit ég hér og læri, stífmáluð í kjól. Ég setti kubba undir inniskóna svo þeir virðist háhælaðir.
Enginn hefur bankað enn og kannski er mér óhætt að fara bara að þvo mér í framan.
Fliss.
sunnudagur, apríl 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hehehehe.... í háhæluðum skóm og með varalit heima hjá þér! Þú ert örugglega algjör tútta.
hehehe sé þig alveg fyrir mér í "háhæluðu" skónum þínum ;)
Í háhæluðum skóm og varalituð heima fyrir, hver kemur auga á þig þá? en með skokkið, þá hef ég prófað það eða þ.e.a.s. fer annað slagið. þeir einu sem ég mæti eru í nýþröngum "skokk" buxum sem eru frekar óaðlaðandi svo eru þeir allir í svona eldri kanntinum. Og eru sennilega að skokka þar sem þeir hafa ekkert betra að gera þar sem þeir eru búnir að vinna sér inn pening fyrir hús, bíl, hjólhýsi, sumarbústað og þess háttar. Kæmi mér því verulega á óvart að maður finni sér einn þar á lausu híhíhíhíhí en sennilega meiri líkur en fundi en heima í stofuhorninu hehe. Ég mæli með að þú farir að markaðsetja þessa sætu hælaskó þína;)
Skrifa ummæli