sunnudagur, apríl 15, 2007




Að vera mamma er svo ótrúlega mikið allt. Gaman, fyndið, erfitt, rosalegt, kjánalegt, ábyrgðarfullt, þroskandi og .....
Í dag er það búið að vera fyndið. Stubburinn minn er svo fyndinn. Ég er búin að lesa fullt af svona "áður en ég varð mamma þá..." textum en nú verð ég að koma með einn frumsaminn.
Áður en ég varð mamma hafði ég aldrei sagt við neinn:"borðaðu bara seríosið uppúr gólfinu, það er alveg jafn-gott og hitt". :)
Þegar við komum heim áðan fór ég inní stofuálmuna á meðan barnið var að brasast eitthvað í andyrinu. Alltí einu fór ég að heyra eitthvað undarlegt hljóð koma frá baðherberginu. Ég stökk að sjálfsögðu af stað. Það hafði sem betur fer ekkert alvarlegt gerst, elsku englabossinn var bara að sulla í klósettinu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er barnið að naga rauðlauk??? :D
hann er nú meiri naglinn!
Hils

Nafnlaus sagði...

Hahahahahaha, djöfull kannast ég við þetta "borðaðu bara seríosið sem er á gólfinu"...hef ófáum sinnum bent barninu á það - sjálf hef ég sjaldan borðað uppúr gólfinu ;-)
/Auður

Nafnlaus sagði...

Já, og verð bara að bæta við hvað MH er orðinn fullorðinslegur eftir klippinguna :-)
/Auður

Nafnlaus sagði...

haha skemmtilegur þessi... vona nú hann gerið þetta samt ekki að framtíðarstarfi sínu híhíhí