Ég man þegar ég var minni. Ég sat á stórum steini uppi í brekku undir fjalli. Það var sól og ég var svo ótrúlega sátt við að ég hafði fundið mold sem var akkúrat rétt samsett. Akkúrat nógu blaut og nógu þétt til að búa til kökur. Mér fannst ég vera svo ógurlega heppin að hafa fundið akkúrat þessa mold. Mér fannst moldin vera töframold og ég var eiginlega alveg viss um að álfarnir hefðu gefið mér hana.
Ég man að það var nýtt sumar. Þá var ég ekki í prófum.
sunnudagur, apríl 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það var nú ekki svo lítið mikilvægt að hafa góða drullukökumold á ungum árum :)
Hurru skvís.... mátt hafa samband við mig 695 2118 :)
ÆÆÆÆ... nenniru ekki að fara að blogga smá?? Félagsfræðin er nefnilega SVO leiðinleg!
Skrifa ummæli