mánudagur, mars 26, 2007

Helgin var skemmtileg. Hitti gamla vini og nýja. Hressandi bara og bæði betra.
Fór í kringlu og keypti rándýra vinnuskó. Ætlaði að vera hagsýn og kaupa ódýra skó. En einu skórnir sem voru bæði viðunnandi í þægindum og ódýrir voru svo ljótir að ég bara gat það ekki. Ég get ekki hugsað mér að byrja í verknámi á nýjum stað í forljótum skóm. Neibb landspítalinn má ekki halda að ég hafi slæman skó-smekk.
Ég keypti sem sagt dýrustu skóna sem í boði voru. Svo dýrir að í augnablikinu á ég þá ekki einu sinni, heldur herra Glitnir sem er kær vinur minn.
En núna er ég í skónum og mér líður eins og ég gangi á skýjum. Skórnir segjast líka ætla að duga í 30 ár.
Annars braut ég odd af oflæti mínu í gær og hóf áhorf á Grey's anatomy á netinu. Veit ekki hvort ég á að tala eitthvað meira um það, hálf skammarlegt að sóa svona miklum tíma að góna.
En jæja..nú er ég búin að prenta út, taka til, hafa til dót fyrir morgundaginn og búa til nesti.
Hils.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara svona til að hjálpa þér með samviskuna, þá er sko alveg 100% nauðsynlegt að vinna í góðum skóm. Ég meina hvað áttu eiginlega eftir að eyða mörgum klst í þínu lífi á spítalanum, þú þarf SKO góða skó. Ekki spurning. Fjárfesting. Kveðja viðskiptafræðingurinn