Blönk, blönk, blönk, blönk.
Ég hlakka aldeilis til eftir mörg ár, þegar ég mun kannski hætta að vera alltaf svona blönk. Ég get amk vonað.
Ég ákvað að dreifa smá hluta af námslánunum á júní. Af því leiðir að núna fæ ég ennþá minni pening. Til að bæta aðeina á þetta þá þurfti ég líka að borga einhverja .!"%% vexti þannig að ég fékk ennþá minna.
Svo nú stend ég andspænis áskorun - að eyða engu í vitleysu í mars.
Hefði svo sem alveg getað sparað *hóst* í febrúar. En ég ákvað að drífa mig í að eyða peningunum mínum því annars gætu þeir hreinlega klárast.
En ég er svo sem ekkert að horfalla svo þetta er nú alveg í lagi. Svo get ég verið glöð yfir því að eiga ekki bíl - þarf þal ekki að kaupa bensín. Ég labba líka í skólann svo ég þarf ekki að borga í strætó. Fæ náttúrulega fína líkamsrækt af labbinu.
Hjól væri samt alveg huggulegt.
Þar sem ég á engan pening þá er nú alveg upplagt að byrja að spara fyrir hjóli.
Reyna að fara í keppni við sjálfa mig - sjá hvað ég get komist af með að eyða litlu. Mig dreymir nefnilega í laumi um að vera nægjusama konan sem eyðir kvöldum í að sauma og baka brauð.
En jæja.. væri nú ekki upplagt að fara að sofa svo ég verði hress og kát í fyrramálið?
Ég held það bara.
p.s. komin með vinnu í sumar. Dagvinnu að hluta til og að hluta til vaktavinnu. Alveg eins og ég vildi. Ég hlakka til í fætinum.
fimmtudagur, mars 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já..svo gætir þú kannski selt brauðin:p Þá værir þú ekki lengur blönk.
Til hamingju með vinnuna Marta mín!! húrra húrra!! Heiður
Skrifa ummæli