mánudagur, febrúar 19, 2007


Mynd í engu samhengi.
Kennarinn er að tala og tala og tala. Hann er örugglega búin að æfa sig í að tala án þess að breyta um tóntegund.
Ég er búin að láta mig dreyma um margt. Samt sérstaklega hjól. Mig langar í glæsilegt hjól svo ég verði fljót í förum og komist útum víðan völl á engri stundu.
Þá mæti ég á réttum tíma í skólann. Ég ætla líka að nota hjálm. Ég ætla að kaupa sæti fyrir stúf svo hann geti þeyst með mér um víðan völl. Hann verður líka með hjálm.
Allir með hjálm, mjálm.
MEEE.

1 ummæli:

Gríshildur sagði...

Hmmm... hvað finnst okkur um fólk sem bloggar í fyrirlestrum? :D