Sunnudagur - Stúfur varð lasin. Góður dagur engu að síður því það fæddist lítil gullfalleg stelpa.
Mánudagur - Stúfur enn lasin og ég enda daginn á því að fá beinverki.
Þriðjudagur - Byrjar ágætlega en eftir því sem líður á daginn finn ég manninn með ljáinn nálgast á ógnarhraða. Höfuðverkur, beinverkir, hóstir, nálar í hálsi og bara almennur óbjóður.
Stúfur hitalaus en mjög fúll yfir að eiga móður sem getur ekki staðið uppúr sófanum og varla haldið augunum á sér opnum. Seinnipartin kom Þuríður til bjargar og tók stúf í sína vörslu á meðan ég lá eins og skata í rúminu og hélt ég væri hreinlega að deyja. Náði að taka mig saman í andlitinu og gat sinnt stúf í smástund þangað til við fórum að sofa.
Miðvikudagur - Vaknaði við dauðans dyr eftir erfiða nótt. Leið þó aðeins betur en á þriðjudegi. Gat amk skipt á barninu þó nokkuð sómasamlega og gat setið á venjulegum stól. Náði meira að segja að setja í eina þvottavél. Pabbi tók stúf og bjargaði honum í nokkra tíma. Stúfur hitalaus júhú allt stefnir í rétta átt.
Fimmtudagur - Ég töluvert hressari og sendi stúf á leikskóla og hugsa um hvað það verður gott að sofa allann daginn. Eftir klukktíma er hringt frá leikskóla, stúfur komin með hita. Við eyðum deginum saman. Bæði fúl og pirruð. Sem betur fer vorum við jafn þreytt og stúfur svaf í mömmufangi í 3 klukktíma. Stúfur enn með hita í kvöld, draumurinn um leikskóla á morgun er farinn fjandans til.
Núna er ég hér um bil hress. Er reyndar með hósta frá helvíti, líður eins og ég sé að rífa upp lungun á mér þegar ég hósta. Finnst líka stundum eins og ég sé að kyngja nálum þó það sé bara munnvatn. Röddin er eiginlega ekki til staðar. En hey ég er ekki búin að taka neina verkjatöflu síðan í morgun.
Þó að ofurmannlega ónæmiskerfið hafi aðeins runnið útaf sporinu þá þakka ég því samt að ég virðist vera komin yfir það versta, eða ég vona það.
Ég get svo svarið það að ég hefði dáið ef það hefði ekki verið fyrir Þuríði, pabba, og Gretu og Friðrik og já hvítlauksengiferpiparhunangs- og sítrónuteið.
Takk Soffía fyrir að benda mér á það fyrir löngu.
Það er gott að eiga góða að.
Ég vona bara að ég komist í skólann á mánudaginn.
Það er erfitt að halda geðheilsunni.
fimmtudagur, febrúar 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
bévítans flensan!
Skrifa ummæli