laugardagur, desember 03, 2005


Ég elska röndótt. Þar sem ég lít út eins og rúllupylsa í röndóttu þá fæ ég útrás á barninu. Ég var svo heppin að hann fékk grænröndótta peysu og sokka í skírnargjöf, fyrir átti hann eins grænröndóttar sokkabuxur. Á mánudaginn fór ég í búð og keypti grænröndóttan smekk í stíl. Í fyrradag fór ég í sömu búð og keypti röndóttan galla, gulan og bláan.
Nú liggur hann á maglita leikteppinu, í gallanum, með smekkinn. jííí
Á meðan borðar mamman seríos.
Í gær pantaði ég mér kínamat í tilefni af mánaðrmótunum. Slurp...
Við heimsóttum líka Helgu og co. Svei mér þá ef Matthías Hjörtur stækkaði ekki bara um helming við að hitta minnsta manninn. Gaman gaman.
Í dag ætlum við í afmæli til Svölu. Hressandi. Annars er takmarkið að hanga bara inni. Reyni kannski að borða kínamats-afganga.
þangað til næst :)

Engin ummæli: