þriðjudagur, desember 06, 2005

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!


best að vera með ...

Annars er það helst í fréttum að ég fór til tannlæknis í dag. Hef ekki farið til tannsa síðan í febrúar 2001. Er búin að vera með hnút í maganum yfir þessari heimsókn og var farin að sjá fyrir mér fúlgurnar sem ég þyrfti að æla upp til að borga fyrir fallega brosið mitt. En viti menn ég er ekki með neina skemmd!!!!! ekki eina einustu. Tannsi bara skoðaði og tók myndir og kroppaði eitthvað og svo bara búið bless koddu aftur eftir ár :) Hann sagðist meira að segja ekki sjá neina ástæðu til að losa mig við nýkomna endajaxla og þessir tveir barnajaxlar sem ég er með eru bara í fínu standi :) Þetta kostaði mig "bara" 8700kr. Núna er ég óendanlega stolt af tönnunum mínum. Finnst eins og ég sé með bestu tennur í heimi. Bestu tennurnar og ofurmannlegt ónæmiskerfi. Það er ég . Vona að þessir eiginleikar lifi áfram í afkæmi mínu þá sé ég fram á töluverðan sparnað á komandi árum.
Vú hú :)

Engin ummæli: