miðvikudagur, desember 21, 2005Bráðum koma blessuð jólin og ég er orðin æsispennt. Þetta er í fyrsta sinn sem ekkert fer í taugarnar á mér í sambandi við jólin. Ég hlakka bara til.
Í gær fór ég í eftirskírnarveislu og borðaði fullt af dásamlegum kökum. Í dag fór ég í útskriftarveislu og át ennþá meira af kökum. Nú er ég búin að ákveða að borða ekkert hollt á þessu ári. Kannski smá smjösteikt grænmeti í formi meðlætis. mmmmm...
Annar gengur jólaundirbúningur bara vel. Búin að skrifa og senda slatta af kortum og er MJÖG stolt af mér. Nú á ég bara eftir að kaupa nokkrar gjafir og svo bara bíða spennt.
Engin ummæli: