miðvikudagur, desember 28, 2005


Gleðileg jól


Búin að borða á mig gat, fara í göngutúra og lesa. Ljómandi notalegt. Líka gaman að hafa svona margar aðstoðarhendur við að halda á barninu.

Jólagjafirnar voru frábærar. Gaman að eiga nýtt barn þá fær maður að opna svo mikið af pökkum. Held ég hafi ekki fengið að opna svona marga pakka síðan áður en ég fermdist. Jólin eftir að ég fermdist fékk ég grunsamlega fáa pakka en þeim mun fleiri jólakort sem hófust á orðunum:"nú ert þú orðin svo stór að þú færð bara kort frá okkur... ". Þegar ég svo varð 18 þá fékk enn þá fleiri svona kort. Það var smá biturleiki í smátima en nú er mér algjörlega sama. Ef ég fæ eina bók þá er ég sátt. Mér er farið að finnast jólakortin mun skemmtilegri en pakkarnir. Sérstaklega ef það eru kort með mynd.
Ég er víst orðin fullorðin.

Engin ummæli: