þriðjudagur, desember 13, 2005

Í gær hugsaði ég: " á morgun ætla ég ekki að borða neitt óhollt".
Það virkaði næstum því. Nema... Ég fór til Óskar í vinnunna og fékk mér pizzusneið og kók. Fór svo til Helgu og fékk mér pönnsur með rjóma og eina með sykri. Drakk kaffi með. Fór svo til Drífu og borðaði kjúklingabollur og hrísgrjón og drakk skrilljón kókglös..
Getur einhver komið auga á allann holla matinn sem ég borðaði?
Á morgun ætla ég bara að borða óhollt.

Síminn hringir
H:"Halló"
G:"viltu koma að sækja mig?"
H:"Æji ég get það ekki ég er heima að borða pönnukökur".

hnjé hnjé ...

Engin ummæli: