fimmtudagur, desember 08, 2005


Sonur minn virðist vera að breytast í mömmustrák með meiru. Finnst alltí einu ómögulegt að sofa annars staðar en í mínu rúmi. Allt annað er bara rugl. Ég skildi svo sem að hann vildi ekki vera í vöggunni lengur en ég er núna komin með rimlarúm svo í kvöld átti það bara að vera harkan sex. En greyið grét svo mikið að ég leyfði honum að sofna í mínu rúmi og færði hann svo.. Hann virtist vera sáttur við það svo ég leyfði mér að horfa á sjónvarpið og hengdi svo þvott á snúrur. Meðan ég var á svölunum heyrði ég kunnulegt hljóð. Júmm lille mann vaknaður og alveg svakalega móðgaður. Ekki lengur í mjúka stóra mömmurúmi. Ég ákvað að hann yrði nú bara að sofna aftur í sínu rúmi. Hann var fúll og pirraður en sá samt ekki ástæðu til að opna augun, þar lá vonarneistinn minn. En hann var samt ansi seigur. Vildi ekki sofa. Bara alls ekki. Endaði með því að ég brá að það ráð að sækja koddann minn og leggja hann fyrir ofan höfuðið á honum. Ég held að ég hafi kannski blikkað hálft blikk og drengurinn var sofnaður. Alveg steinsofnaður. Hefur varla heyrst í honum síðan. Ég heyrði uml áðan en þá var hann bara að bora hausnum lengra inní koddann. Veit samt ekki hvort ég á eftir að sofa vel...

Engin ummæli: