fimmtudagur, nóvember 24, 2005
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey.
... æji ég meika ekki þetta klukk. Nenni ekki að hugsa svona mikið. Kannski geri ég þetta eftir áramót þegar ég er í skóla og þarf hvort sem er að vera að hugsa allann daginn. Núna er ég föst í að hugsa bara um minn einkason. Allt sem ég get hugsað um snýst að einu eða öðru leiti um hann og þetta klukk yrði bara leiðinlegt raus um hvað ég ætla að gera fyrir hann og hvað hann er frábær, bestur, sætastur, skemmtilegastur og svo framvegis.
Heyrði einhvers staðar að til væri hugtak sem heitir "brjóstagjafarþoka". Ég þjáist af brjóstagjafaþoku. Var ekki líka rannsakað að eitthvað breytist í framheila kvenna eftir fæðingu barna sem veldur því að þær geta ekki um annað hugsað en blessað barnið?!?!
Matthías Hjörtur er líka svo frábær gaur að það er ekkert hægt að hugsa um neitt annað...

Allavega tölvan er búin í viðgerð og er næstum því eins og ný. Held samt að hún sé ekkert alveg í lagi, sumt virkar ekki alveg eins og ég held að það eigi að gera. Ætla samt að bíða fram yfir helgi með að fara með hana aftur.

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar. Ég naut dagins. Hjördís bauð mér í mat og passaði svo fyrir mig meðan ég kíkti á barinn. Það var dáldið skrýtið að koma þangað. Það var eins og ég hefði aldrei farið og mér fannst eiginlega eins og barnið mitt heima væri bara draumur...

Yfir...

Engin ummæli: